26.11.2008 | 20:48
www.keilir.net
Skoðið endilega heimasíðu Keilis! Þar erum við að hleypa úr vör nýjum flugskóla sem býður upp á flugnám á glænýjum flugvélum. Flugvélarnar eru tæknivæddar og ólíkar þeim sem hafa verið í kennslu hingað til. Ódýrt flugnám er réttlætanlegt á glænýjum vélum!
Diamond vélarnar hafa sýnt og sannað að þær eru gríðarlega öruggar og skila flugmanni og farþegum heilum á leiðarenda. Dísel hreyflarnir tryggja hagkvæmni og sjá vélunum fyrir 100% afli upp í 8.000 feta hæð.
Skoðið þetta á www.keilir.net en líka á en.keilir.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2008 | 22:08
Frábær flugsveit
Rauðu örvarnar eru ein besta listflugsveit í heimi, en þá sá ég á flugsýningu í Duxford í fyrrahaust. (sjá færslu hér að neðan).
Til marks um nákvæmni Bretanna, þá lögðu þeir af stað frá heimavelli sínum og flugu til Duxford. Flugtíminn um 35 mínútur. Ekkert GPS í vélunum, einungis flogið eftir auganu með skeiðklukku og kort. Klukkan 13:55 var sagt að fimm mínútur væru í Rauðu Örvarnar. Þegar klukkuna vantaði eina mínútu í tvö, sást hópur 9 flugvéla stefna á áhorfendasvæðið. Á slaginu tvö (upp á sekúndu) flaug sveitin yfir flugbrautina og heilsaði áhorfendum með tignarlegri lykkju.
Ég hvet alla sem hafa gaman af útiveru og flugvélum að skella sér á eina sýningu, þar sem slíkar flugsveitir eru að sýna.
Rauðu örvarnar komu við á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 12:40
Geimferðaáætlun NASA
Ég fór í heimsókn í Geimstöðina við Canaveral höfða í Flórída og eyddi þar heilum degi í að fræðast um þjálfun geimfara og geimstöðina sjálfa. Það var margt að sjá og mikið að skoða. Þar sem maður hefur oft velt fyrir sér tilganginum með þessu brölti og hvernig hægt er að réttlæta þennan kostnað þá eru eftirfarandi staðreyndir áhugaverðar:
- Fyrir hvern dal sem eytt er í geimferðaáætlun Bandaríkjanna, skila 5-7 dalir sér tilbaka í samfélagið.
- Bandaríkjamenn nota um 0.6% af þjóðartekjum sínum til geimrannsókna og -ferða (17.3 milljarðar USD)
- Bandaríkjamenn nota um 16.3% af þjóðartekjum sínum til hernaðarmála (480 milljarðar USD)
- Bandaríkjamenn eyða um 145 milljörðum USD í "Stríð gegn hryðjuverkum" - War on Terror.
Áhugaverðar tölur.
Það sem mér fannst líka skemmtilegt að vita var t.d.:
- Geimskutlan er þakin flísum sem þola 1.650°C. Á nefi og vængbrúnur eru sérstyrktar flísar. Það væri dýrt að flísaleggja baðherbergið með þeim, því fermetrinn kostar 200 milljónir króna!
- Geimskutlan ásamt eldsneyti fyrir flugtak vegur 2.000 tonn!
- Flugbrautin sem geimskutlan lendir á er 4.600 metra löng og 91 metri á breidd. Hún er steypt í heilu lagi. Til samaburðar þá eru flugbrautirnar á Keflavíkurflugvelli 3.000 metrar að lengd og 60m að breidd.
Tækninýjungar sem hafa orðið til við rannsóknir og þróun hjá NASA eru t.d.:
- NASA hátíðni sónartækni getur metið brunasár á sjúklingum
- Tölvugreining á sjónrænum vandamálum í augum
- Hjartagangráðar sem græddir eru í fólk
- Beinþynningar greiningartæki
- Augnskurðlækningatæki
- Ósýnilegar spangir
- Órispanlegar linsur
- Sjálfvirkar insúlín-dælur
Auk fjölda annarra verkefna. Sjá nánar á http://technology.ksc.nasa.gov
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2008 | 04:46
USA - við María í fríi
Mikið er gott að slaka á - þó getur maður ekki verið lengi í leti, alltaf þörfin fyrir að gera eitthvað. Tók mig til og keypti mér AIM/FAR úti í Barnes & Nobles áðan. Þetta eru sem sagt, Aeronautical Information Manual og Federal Aviation Regulations. Mjög áhugavert rit :-)
Við fórum til Fort Worth í Texas að hitta Brynju vinkonu hennar Maríu, og fjölskyldu hennar. Það var tekið á móti okkur á höfðinglegan hátt með mat og drykk á alla kanta. Við fórum út að borða og borðuðum hjá foreldrum Pauls (mannsins hennar Brynju). Þvílík höll sem þau voru að byggja sér, keyptu tvö gömul hús hlið við hlið og rifu þau og byggðu nýtt hús á lóð þessara beggja.
Þetta var gaman, þ.e.a.s. að koma til Texas, bjóst eiginlega við meiri kúrekamenningu en þetta var bara menntað og næs. Fórum því næst til Flórída.
Gistum núna á Ventura svæðinu í Orlando, stutt í alla þjónustu og skemmtanir. Búin að versla smávegis. Á þriðjudaginn ætla ég að fara í Geimfaraþjálfun hjá NASA og tekur það allan daginn - bara svona upp á gamanið, ég hef svo gaman af geimferðum og flugi reyndar öllu hvort sem það er í lofthjúp jarðar eða ekki.
Flugskóli KEILIS fer að líta dagsins ljós í sumar. Fylgist með á www.keilir.net.
Svo erum við að fjölga okkur í fjölskyldunni í nóvember n.k.!! Verðum þá orðin 6 talsins (7 með hundinum).
Bestu kveðjur úr sólinni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 15:33
Taka sig á!
Morgunblaðið má taka sig á í fréttaflutningi sem oft er á snarvitlausri íslensku og að því er virðist illa lesinn yfir. Hvað finnst ykkur?
"Ingibjörg Sólrún segir óásættanlegt að 20 - 30% hækkun á matvælaverði væri óásættanleg."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2007 | 23:39
Flugsýning á Duxford
Ég fór á flugsýningu á Duxford flugvelli í dag. Á vellinum er Stríðsminjasafn (Imperial War Museum) og þar er gríðarlega mikið af flugvélum af öllu tagi, allt frá eldgömlum tví- og þríþekjum og allt upp í Concorde og SR-71 Blackbird.
Um helgina var Duxford flugsýningin haldin og þar komu meðal annars fram, Listflugdeild Konunglega Flughersins - Rauðu Örvarnar (Red Arrows). Þessi deild sérhæfir sig í að sýna fluglistir og þessi flugmenn gera ekkert annað. Nákvæmnin hjá þeim er með ólíkindum og gaman að sjá hversu samstilltir menn geta verið. Fyrri hluti sýningarinnar hjá þeim var rólegur, svona eins og að horfa á ballett. Svo breyttu þeir um gír eftir 15 mínútur og við tóku 10 mínútur af stöðugu listflugi, einn og einn, tveir og tveir og svo fleiri saman. Djöfull rosalega var gaman að horfa á.
Einnig komu fram nokkrar gamlar vélar úr Fyrri og Síðari heimstyrjöldinni. Spitfire og Hurricane ásamt Lancaster, B17 og vél sem heitir Curtiss P-36 "Hawk". Hún var einstaklega skemmtileg og djöflaðist þarna fyrir framan okkur með ótrúlegum hávaða og merkilega góðum hraða, virðist vera helvíti sterk smíðuð vél.
Svo kom algjör geðveiki, en það var listflug á þessum BAeHawker (sama tegund og Rauðu Örvarnar nota).
Hún kom á svakalegri siglingu (700 km/klst) í átt að mannfjöldanum og beygði svo snöggt frá með tilheyrandi skerandi látum og drunum. Slefið hafði varla lekið til jarðar þegar vélin kom aftur - en núna á hvolfi og gaurinn skellti henni í 70°beygju "inverted". Getið ímyndað ykkur mínus 5G - úff...
Bloggar | Breytt 10.9.2007 kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2007 | 02:17
Bíll til sölu
Til sölu er þessi glæsilegi VW Passat 1.8T. Aðeins einn eigandi frá upphafi. Leðurklædd sæti með rússkinns setu, sportinnrétting, sóllúga, rafmagn í rúðum og speglum, 17"álfelgur og dekk, vindskeið að aftan, 150 hp mótor, uppfæranlegur í 235 hp (Audi TT).
Þessi bíll verður ekki lengi á sölu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 08:31
Kosningar um álverið og Samfylkingin
Það er eiginlega ekki hægt að láta sér finnast neitt um niðurstöður kosninga íbúa Hafnarfjarðar á nýju deiliskipulagi, þar sem stækkun álversins í Straumsvík er gerð að veruleika. Niðurstaðan var svo hnífjöfn að ekki má telja að meirihlutinn hafi ráðið, svo mjótt var á mununum. En svona var þetta.
Þetta virðist vera einhver lenska hjá Samfylkingarfólki, að kasta öllum hitamálum fyrir íbúana og láta þá taka ákvörðun fyrir sig. Það er íbúalýðræði svo sannarlega, en það kostar líka peninga. Hvernig var það með kosningar um framtíð Reykjavíkurflugvallar? Þar var allt kapp lagt á að stýra málum þannig að flugvöllurinn yrði kosinn úr Reykjavík. Það mál klúðraðist algjörlega hjá Ingibjörgu Sólrúnu og félögum. Fólk hafði bara ekki geð í sér til að taka þátt í þessari vitleysu. Mér finnst þetta lýsa ákvörðunarhræðslu og vanmætti. Það er ljóst að Samfylkingin ætlar að bæta upp fyrir stefnuleysi sitt með því að láta kjósendur kjósa. Það er ekki nóg að kjósa Samfylkinguna, því hún þarf alltaf að láta aðra kjósa fyrir sig, eftir að frambjóðendur hennar hafa verið kosnir til valda.
Hvers lags stjórnarhættir eru það nú?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 12:04
Halló Hafnarfjörður!
Við fjölskyldan erum að flytja í Hafnarfjörðinn!
Ég á eftir að berjast fyrir því að fá flugvöll þangað. Líst reyndar ekkert sérstaklega vel á landslagið, en með góðum vélum og fullkomnum aðflugsbúnaði er allt hægt. GPS aðflug inn á allar brautir leysa af hólmi gömul og úrelt leiðsögumannvirki eins og stefnuvita (NDB). Vonandi eigum við eftir að sjá öra þróun í flugmálum á Íslandi á næstu árum, ég treysti á Pétur Maack, Flugmálastjóra að taka í taumana og ýta okkur inn í 21. öldina.
Við keyptum hæð að Lindarbergi 56a. Hæðin er með bílskúr og er samtals 180fm. Við erum hæstánægð með kaupin og allir fá sitt pláss, krakkarnir með sín herbergi á neðri hæðinni og við á efri hæðinni. Allir velkomnir í heimsókn eftir 1. júní.
Það tók innan við sólarhring að selja íbúðina okkar í Mosfellsbæ. 110fm 4 herb íbúðin okkar fór á 26.5 milljónir. Af því fara um 500 þús í sölulaun til fasteignasölunnar. Merkilegt fannst okkur þó að þegar við gerðum kauptilboð í Lindarbergið, vorum við látin skrifa undir að við myndum greiða til fasteignasölunnar kostnað við þinglýsingar samnings og þess háttar. Allt í lagi með það. Hins vegar var okkur líka gert að greiða 131.200 kr. fyrir að kaupa þetta hús! Svo rukkar fasteignasalan auðvitað seljandan um sölulaun, 2% eða svo! Þetta er glæpastarfssemi og "spilling á hæsta stigi" eins og sumir myndu orða það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Dagbók
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar