Halló Hafnarfjörður!

Við fjölskyldan erum að flytja í Hafnarfjörðinn!DSC01803

Ég á eftir að berjast fyrir því að fá flugvöll þangað. Líst reyndar ekkert sérstaklega vel á landslagið, en með góðum vélum og fullkomnum aðflugsbúnaði er allt hægt. GPS aðflug inn á allar brautir leysa af hólmi gömul og úrelt leiðsögumannvirki eins og stefnuvita (NDB). Vonandi eigum við eftir að sjá öra þróun í flugmálum á Íslandi á næstu árum, ég treysti á Pétur Maack, Flugmálastjóra að taka í taumana og ýta okkur inn í 21. öldina.

Við keyptum hæð að Lindarbergi 56a. Hæðin er með bílskúr og er samtals 180fm. Við erum hæstánægð með kaupin og allir fá sitt pláss, krakkarnir með sín herbergi á neðri hæðinni og við á efri hæðinni. Allir velkomnir í heimsókn eftir 1. júní.

Það tók innan við sólarhring að selja íbúðina okkar í Mosfellsbæ. 110fm 4 herb íbúðin okkar fór á 26.5 milljónir. Af því fara um 500 þús í sölulaun til fasteignasölunnar. Merkilegt fannst okkur þó að þegar við gerðum kauptilboð í Lindarbergið, vorum við látin skrifa undir að við myndum greiða til fasteignasölunnar kostnað við þinglýsingar samnings og þess háttar. Allt í lagi með það. Hins vegar var okkur líka gert að greiða 131.200 kr. fyrir að kaupa þetta hús! Svo rukkar fasteignasalan auðvitað seljandan um sölulaun, 2% eða svo! Þetta er glæpastarfssemi og "spilling á hæsta stigi" eins og sumir myndu orða það.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með kaupin, já þetta er skrítið. Ég held að það sé rétt að kaupandi greiði fyrir þinglýsingu á kaupsamningi en að greiða aukalega er eitthvað vafasamt.

Ég kíki við hjá ykkur við tækifæri.

--

Ágúst bróðir. 

Ágúst (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók

Höfundur

Kári Kárason
Kári Kárason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband