Kosningar um álverið og Samfylkingin

Það er eiginlega ekki hægt að láta sér finnast neitt um niðurstöður kosninga íbúa Hafnarfjarðar á nýju deiliskipulagi, þar sem stækkun álversins í Straumsvík er gerð að veruleika. Niðurstaðan var svo hnífjöfn að ekki má telja að meirihlutinn hafi ráðið, svo mjótt var á mununum. En svona var þetta.

Þetta virðist vera einhver lenska hjá Samfylkingarfólki, að kasta öllum hitamálum fyrir íbúana og láta þá taka ákvörðun fyrir sig. Það er íbúalýðræði svo sannarlega, en það kostar líka peninga. Hvernig var það með kosningar um framtíð Reykjavíkurflugvallar? Þar var allt kapp lagt á að stýra málum þannig að flugvöllurinn yrði kosinn úr Reykjavík. Það mál klúðraðist algjörlega hjá Ingibjörgu Sólrúnu og félögum. Fólk hafði bara ekki geð í sér til að taka þátt í þessari vitleysu. Mér finnst þetta lýsa ákvörðunarhræðslu og vanmætti. Það er ljóst að Samfylkingin ætlar að bæta upp fyrir stefnuleysi sitt með því að láta kjósendur kjósa. Það er ekki nóg að kjósa Samfylkinguna, því hún þarf alltaf að láta aðra kjósa fyrir sig, eftir að frambjóðendur hennar hafa verið kosnir til valda.

Hvers lags stjórnarhættir eru það nú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók

Höfundur

Kári Kárason
Kári Kárason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband