Flugsýning á Duxford

Ég fór á flugsýningu á Duxford flugvelli í dag. Á vellinum er Stríðsminjasafn (Imperial War Museum) og þar er gríðarlega mikið af flugvélum af öllu tagi, allt frá eldgömlum tví- og þríþekjum og allt upp í Concorde og SR-71 Blackbird.

Um helgina var Duxford flugsýningin haldin og þar komu meðal annars fram, Listflugdeild Konunglega Flughersins - Rauðu Örvarnar (Red Arrows). Þessi deild sérhæfir sig í að sýna fluglistir og þessi flugmenn gera ekkert annað. Nákvæmnin hjá þeim er með ólíkindum og gaman að sjá hversu samstilltir menn geta verið. Fyrri hluti sýningarinnar hjá þeim var rólegur, svona eins og að horfa á ballett. Svo breyttu þeir um gír eftir 15 mínútur og við tóku 10 mínútur af stöðugu listflugi, einn og einn, tveir og tveir og svo fleiri saman. Djöfull rosalega var gaman að horfa á.

IMG_0349

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_0225

 

 Einnig komu fram nokkrar gamlar vélar úr Fyrri og Síðari heimstyrjöldinni. Spitfire og Hurricane ásamt Lancaster, B17 og vél sem heitir Curtiss P-36 "Hawk". Hún var einstaklega skemmtileg og djöflaðist þarna fyrir framan okkur með ótrúlegum hávaða og merkilega góðum hraða, virðist vera helvíti sterk smíðuð vél.

 

Svo kom algjör geðveiki, en það var listflug á þessum BAeHawker (sama tegund og Rauðu Örvarnar nota).

IMG_0232

Hún kom á svakalegri siglingu (700 km/klst) í átt að mannfjöldanum og beygði svo snöggt frá með tilheyrandi skerandi látum og drunum. Slefið hafði varla lekið til jarðar þegar vélin kom aftur - en núna á hvolfi og gaurinn skellti henni í 70°beygju "inverted". Getið ímyndað ykkur mínus 5G - úff...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók

Höfundur

Kári Kárason
Kári Kárason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband