18.5.2008 | 04:46
USA - við María í fríi
Mikið er gott að slaka á - þó getur maður ekki verið lengi í leti, alltaf þörfin fyrir að gera eitthvað. Tók mig til og keypti mér AIM/FAR úti í Barnes & Nobles áðan. Þetta eru sem sagt, Aeronautical Information Manual og Federal Aviation Regulations. Mjög áhugavert rit :-)
Við fórum til Fort Worth í Texas að hitta Brynju vinkonu hennar Maríu, og fjölskyldu hennar. Það var tekið á móti okkur á höfðinglegan hátt með mat og drykk á alla kanta. Við fórum út að borða og borðuðum hjá foreldrum Pauls (mannsins hennar Brynju). Þvílík höll sem þau voru að byggja sér, keyptu tvö gömul hús hlið við hlið og rifu þau og byggðu nýtt hús á lóð þessara beggja.
Þetta var gaman, þ.e.a.s. að koma til Texas, bjóst eiginlega við meiri kúrekamenningu en þetta var bara menntað og næs. Fórum því næst til Flórída.
Gistum núna á Ventura svæðinu í Orlando, stutt í alla þjónustu og skemmtanir. Búin að versla smávegis. Á þriðjudaginn ætla ég að fara í Geimfaraþjálfun hjá NASA og tekur það allan daginn - bara svona upp á gamanið, ég hef svo gaman af geimferðum og flugi reyndar öllu hvort sem það er í lofthjúp jarðar eða ekki.
Flugskóli KEILIS fer að líta dagsins ljós í sumar. Fylgist með á www.keilir.net.
Svo erum við að fjölga okkur í fjölskyldunni í nóvember n.k.!! Verðum þá orðin 6 talsins (7 með hundinum).
Bestu kveðjur úr sólinni...
Um bloggið
Dagbók
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.