Geimferðaáætlun NASA

Ég fór í heimsókn í Geimstöðina við Canaveral höfða í Flórída og eyddi þar heilum degi í að fræðast um þjálfun geimfara og geimstöðina sjálfa. Það var margt að sjá og mikið að skoða. Þar sem maður hefur oft velt fyrir sér tilganginum með þessu brölti og hvernig hægt er að réttlæta þennan kostnað þá eru eftirfarandi staðreyndir áhugaverðar:

  • Fyrir hvern dal sem eytt er í geimferðaáætlun Bandaríkjanna, skila 5-7 dalir sér tilbaka í samfélagið.
  • Bandaríkjamenn nota um 0.6% af þjóðartekjum sínum til geimrannsókna og -ferða (17.3 milljarðar USD)
  • Bandaríkjamenn nota um 16.3% af þjóðartekjum sínum til hernaðarmála (480 milljarðar USD)
  • Bandaríkjamenn eyða um 145 milljörðum USD í "Stríð gegn hryðjuverkum" - War on Terror.

Áhugaverðar tölur.

Það sem mér fannst líka skemmtilegt að vita var t.d.:

  • Geimskutlan er þakin flísum sem þola 1.650°C. Á nefi og vængbrúnur eru sérstyrktar flísar. Það væri dýrt að flísaleggja baðherbergið með þeim, því fermetrinn kostar 200 milljónir króna!
  • Geimskutlan ásamt eldsneyti fyrir flugtak vegur 2.000 tonn!
  • Flugbrautin sem geimskutlan lendir á er 4.600 metra löng og 91 metri á breidd. Hún er steypt í heilu lagi. Til samaburðar þá eru flugbrautirnar á Keflavíkurflugvelli 3.000 metrar að lengd og 60m að breidd.

Tækninýjungar sem hafa orðið til við rannsóknir og þróun hjá NASA eru t.d.:

  • NASA hátíðni sónartækni getur metið brunasár á sjúklingum
  • Tölvugreining á sjónrænum vandamálum í augum
  • Hjartagangráðar sem græddir eru í fólk
  • Beinþynningar greiningartæki
  • Augnskurðlækningatæki
  • Ósýnilegar spangir
  • Órispanlegar linsur
  • Sjálfvirkar insúlín-dælur

Auk fjölda annarra verkefna. Sjá nánar á http://technology.ksc.nasa.gov

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Dagbók

Höfundur

Kári Kárason
Kári Kárason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband